Færsluflokkur: Bloggar

Flestar þjóðir hafa hægri akstursstefnu en aðrar vinstri akstursstefnu. Hvers vegna?

Ég tel mig ekki hafa svarið við þessari spurningu, en mig langar til að velta þessu fyrir mér hér á blogginu.

Í mai, 1968 var breytt úr vinstri akstursstefnu í hægri akstursstefnu hér á Íslandi. Ég er ekki það gamall að ég muni rökin fyrir þessari breytingu, en ég hef velt fyrir mér ástæðu þess að það hafi ekki allar þjóðir sömu reglu hvað þetta varðar, sérstaklega fyrst að þorri þjóðanna notar sömu akstursstefnu.

 Fyrir 2000 árum síðan réðu Rómverjar Bretlandi. Fórnleifafræðingar hafa fundið vísbendingu um það hvoru megin menn óku á þeim tíma. Árið 1998 fundu þeir við uppgröft vel varðveittan veg sem lá til Rómverskrar grjótnámu nálægt Swindon í englandi. Hjólförin eru mun dýpri öðrum megin, sem passar við það að vagnarnir hafi ekið tómir að námunni og fullhlaðnir frá henni. Hjólförin benda til þess að Rómverjar hafi ekið vinstra megin, að minnsta kosti á þessu svæði.

Sumir telja að reiðmenn til forna hafi almennt riðið á vinstri vegarhelmingi. Flestir eru rétthendir þannig að reiðmenn gátu þá haldið í taumana með vinstri hendinni og haft hægri höndina á lausu til að heilsa þeim sem á móti komu eða verja sig með sverði, ef nauðsyn krafði.

Á síðari hluta 18. aldar var skipt yfir á hægri vegarhelming í löndum eins og Bandaríkjunum þegar farið var að nota stóra fluttningavagna sem nokkrum hestum var beitt fyrir. Á vögnunum var ekkert sæti þannig að ekillinn sat á aftasta hestinum til vinstri og hélt á svipunni í hægri hendinni. Þar sem hann sat vinstra megin vildi hann auðvitað að vagnar, sem á móti komu, færu vinstra megin við sig til að geta varast hjólin á þeim. Það gerði hann með því að aka á hægri vegarhelmingi.

Englendingar héldu sig hins vegar á vinstri vegarhelmingi. Þeir höfðu minni vagna og ekillinn sat á vagninum, yfirleitt hægra megin í framsætinu. Þar gat hann notað svipuna sína í hægri hendi án þess að hún flæktist í farminum fyrir aftan hann. Með því að halda sig á vinstri vegarhelmingi gat hann gætt þess að nægilegt bil væri milli sín og umferðar úr gagnstæðri átt. Þau lönd, sem urðu hluti af Breska heimsveldinu tóku upp vinstri umferð. Þó með nokkrum undantekningum. Svo að dæmi sé tekið, skipti Kanada yfir á hægri vegarhelming til að greiða fyrir umferð milli Kanada og Bandaríkjanna.

Pólitískir atburðir í Frakklandi höfðu mikil áhrif á umferðina. Fyrir uppreisnina árið 1789 ók aðallinn hestvögnum sínum vinstra meginn þannig að smábændurnir neyddust til að aka á hinum vegarhelmingnum. En þegar uppreisnin hófst, reyndu þessir aðalsmenn í örvæntingu að villa á sér heimildir með því að sameinast smábændunum á hægri vegarhelmingi. Árið 1794 hafði Franska ríkisstjórnin komið á hægri umferð í París og hún barst svo til annarra svæða eftir því sem sigursæll her Napóleons 1. fór um meginlönd Evrópu. Það var ekki að ástæðulausu sem Napóleon vildi vera hægra megin. Uppsláttarrit segir að hann hafi verið örvhentur og þar af leiðandi hafi "herir hans þurft að vera hægra megin svo að hann gæti haldið sverðinu milli sín og andstæðinga sinna".

Þær Evrópuþjóðir, sem veittu Napóleon mótspyrnu, héldu sig vinstra megin. Rússar og Portúgalar fóru yfir á hægri vegarhelming snemma á 20. öld. Austurríki og Tékkoslóvakía breyttu yfir í hægri umferð þegar þau voru hernumin af Þýskalandi á valdatíma nasista undir lok 4. áratugar 20. aldar. Ungverjar fóru að dæmi þeirra. Núna eru aðeins 4 Evrópulönd þar sem ekið er vinstra megin: Bretland, Írland, Kýpur og Malta. 'I Japan er líka ekið á vinstri vegarhelmingi þó að það hafi aldrei verið Bresk nýlenda.

 

Hægri umferð tíðkast líka almennt bæði á sjó og í lofti


Um bloggið

blogg

Höfundur

Furðufuglinn
Furðufuglinn

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband