24.9.2007 | 20:56
Verksmiðja dauðans
Ég sá mynd úr seinni heimstyrjöldinni um dagin sem fjallaði um Breta sem sprengdu verksmiðju upp hjá Þjóðverjum. Það sem mér fannst athygglisvert við þessa verksmiðju var það að hún var staðsett inni í fjalli. Í fyrstu hélt ég að um uppspuna væri að ræða, en ákvað svo að kynna mér málið.
Þessi verksmiðja var til og var staðsett í Harzfjöllum í Þýskalandi, um 260 km. suðvestur af Berlín. Bretar sprengdu verksmiðjuna hinns vegar aldrei upp. Verksmiðjan, sem hét Mittelwerk, samanstóð af mjög breiðum 20 km. löngum göngum sem grafin voru inn í fjöllin. Frá árinu 1943 til 1945 unnu þúsundir fanga sem þrælar í þessum göngum. Þeir voru neyddir til að búa til vopn fyrir nasista við skelfilegar aðstæður. Í verksmiðjunni voru framleidd V-1 og V-2 flugskeyti. Þau voru flutt frá Mittelwerk til þeirra staða þar sem þeim var skotið á loft en það var aðalega í Frakklandi og í Hollandi. Þau flugu síðan ein sín liðs að skotmörkum í Belgíu, Bretlandi og Frakklandi þar sem þau féllu af himni ofan og sprungu þegar þau skullu á fyrirstöðu. Nasistar vonuðust jafnvel til að geta búið til flugskeyti sem væri svo öflugt að það gæti flogið með sprengju yfir Atlantshafið, alla leið til New York. Við lok seinni heimstyrjaldarinnar höfðu mörg hundruð V-1 og V-2 flugskeyti lent á borgum í Evrópu. En það var aðeins lítið brot af þeim flugskeytum sem nasistar höfðu framleitt og vonuðust til að geta notað gegn óvinum sínum. Flugskeytin náðu þó aldrei til New York.
Eftir stríðið fluttu fjölmargir vísinda- og tæknimenn, sem höfðu hannað V-1 og V-2 flugskeytin, til annarra landa. Þeir tóku með sér sérfræðiþekkingu sína á eldflaugatækninni og nýttu hana í þeim löndum sem þeir fluttu til. Einn af þessum eldflaugasérfræðingum var Wernher Von Braun. Hann settist að í Bandaríkjunum og lagði hönd á plóginn við að hanna Saturnflaugina, sem flutti menn til tunglsins.
Núna stendur minnismerki rétt við verksmiðjuna fyrrverandi til minnis um þá 60.000 menn sem voru þar í haldi. Margir fanganna ekki bara unnu í þessum köldu og röku göngum heldur voru látnir sofa þar líka. Það er því ekki óraunhæft að þar hafi allt að 20.000 fangar látið lífið, en það er sá fjöldi sem talin er hafa dáið þar. Þessari verksmiðju hefur verið breytt í safn í dag. Safngestir geta farið í skipulagðar skoðunarferðir um göngin. Á gólfinu liggja enn flugskeytahlutar sem hafa legið óhreyfðir síðan árið 1945. Tímaritið ,After the Battle' nefnir þá staðreynd í sambandi við V-1 og V-2 flugskeytin að framleiðsla þeirra kostaði fleirri mannslíf en þau sem féllu fyrir þeim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
blogg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.