25.11.2007 | 16:08
Þegar allar leiðir lágu til Rómar
Vegakerfið sem lá um Rómarveldi var samanlagt um 80.000 kílómetrar. Vegirnir héldu fjarlægum skattlöndum í nánum tengslum við höfuðborgina. Þeir tengdu þéttvaxna skóga Gallíu við Grískar borgir og Efratfljótið við Ermasund. Og umfram allt áttu hersveitirnar greiðan aðgang að öllum kimum heimsveldisins til að tryggja völd Rómar. Á kortinu sjást tólf vegir sem liggja til Rómar, þjóðvegirnir sem kvísluðust svo út um allt heimsveldið. Þannig varð málshátturinn til:,,Allar leiðir liggja til rómar."
Vegirnir lágu um Rómarveldi þvert og endilangt. Ein leið til að kynna sér vegakerfið og skilja hvaða þýðingu það hafði fyrir hinn forna heim er að skoða kort frá 13. öld sem kennt er við Peutinger. Ég hef ekki séð kortið sjálft, en ég hef séð eftirprentun af því. Sagnfræðingar telja að Peutinger kortið sé afrit af korti sem upphaflega var gert þegar Rómverskar hersveitir gengu enn á þessum frægu vegum. Árið 1508 eignaðist Konrad Peutinger, borgarstjóri í Ágsborg í Suður Þýskalandi þetta handgerða afrit og festist nafn hans við það. Núna er þetta kort geymt í þjóðarbókasafni Austurríkis í Vínarborg undir Latneska heitinu ,Tabula Peutingeriana'.
Peutinger-kortið er 34 cm. breið bókrolla og þegar henni er rúllað út er hún hátt í sjö metra löng. Upphaflega var þessi bókrolla gerð úr tólf skinnörkum sem límdar voru saman í endana. Ellefu af þeim eru ennþá til. Kortið sýnir Rómarveldi á blómaskeiði þess, en þá náði það allt frá Bretlandi til Indlands.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
blogg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.