Árstíðirnar

Stuttu eftir að ég byrjaði að blaðra hérna á blogginu skrifaði ég að uppáhalds árstíminn minn væri haustið og kom með nokkrar ástæður fyrir því. Núna ætla ég að blaðra um árstíðirnar almennt.

Á árlegri hringferð sinni um sólina er jörðin á hraða sem nemur 100.000 kílómetrum á klukkustund. Það er nákvæmlega réttur hraði til að vega upp á móti aðdráttarafli sólar og halda jörðinni í hæfilegri fjarlægð frá henni. Ef dregið væri úr brautarhraða jarðarinnar myndi sólin toga hana til sín. Áður en langt um liði myndi jörðin breytast í skrælnaða auðn eins og Merkúríus er, sem er næstur sólu. Mig minnir að daghitinn á Merkúríusi sé um 300 gráður á Celsíus. Ef brautarhraði jarðarinnar væri aukinn, myndi hún fjarlægjast sólina og breytast í gaddfreðna auðn eins og Plútó er, sem er fjarlægastur sólu. Ég held að á Plútó sé nálægt 200 gráða gaddur.

Jörðin snýst alltaf heilan snúning um möndul sinn á 24 klukkutímum. Möndulsnúningurinn veldur því að reglubundið skiptast á ljós og myrkur. Ef snúningstími jarðarinnar um möndul sinn væri t.d. 1 ár, myndi það hafa í för með sér að jörðin sneri sömu hlið að sólinni í heilt ár. Sú hlið yrði líklega sjóðheit eyðimörk meðan fimbulkuldi væri á hinni hliðinni.

Snúningsmöndull jarðarinnar er um 23 gráður miðað við sól. Ef möndulhallinn væri ekki til staðar væru engin árstíðarskipti. Loftslag og veðrátta yrði eins allt árið um kring. Persónulega finnst mér skemmtilegra að hafa árstíðirnar eins og þær eru heldur en að hafa t.d. sumar allt árið í kring. En ef möndulhallinn væri miklu meiri en hann er, myndu sumrin vera mjög heit og veturnir mjög kaldir. Sá möndulhalli sem er á jörðinni veldur hins vegar miklu betri árstíðarskiptum og skemmtilegri fjölbreytni í náttúrunni. Á mörgum stöðum á jörðinni skiptast á upplífgandi vor þegar tré og plöntur vakna og blómskast, hlý sumur sem bjóða upp á alls konar störf og leiki utan dyra, hressandi haustveður með oft ótrúlega fallegu litskrúði laufblaða á trjám og runnum og vetur með fannhvítri og fagurri snjóbreiðu um fjöll og engi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

blogg

Höfundur

Furðufuglinn
Furðufuglinn

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband