12.10.2007 | 17:21
Var einhyrningurinn pakistönsk geit?
Þó að enginn hafi nokkurn tíman séð einhyrning, efuðust fæstir fyrr á öldum um að þetta dýr hafi verið til. Á fyrri hluta fyrstu aldar okkar tímatals skrifaði rómverski rithöfundurinn Pliníus um þetta kynjadýr. Hann lýsti dýrinu sem klifrandi villiasna með u.þ.b. 40 sm. langt horn eða þá - skrifaði hann - er um að ræða indverskt dýr á stærð við hest, með fílsfætur og rófu - og að sjálfsögðu horn. Goðsagnir og hálf-sannleikur eru ekki auðveld viðfangsefni fyrir vísindamann, en þó þrjóskaðist þýski prófessorinn Erich Thenius frá steingervingasafninu við háskólann í vín, við að rannsaka þetta. Hann byrjaði á að útiloka það sem Pliníus hafði kallað indverskt dýr og taldi að um venjulegan skjaldnashyrning væri um að ræða. Hann kynnti sér dýrafræðiritið ,Physiologicus' sem ritað var á miðöldum, en þar er einhyrningi lýst sem litlu klaufdýri með eitt beint horn, sem hringar sig eins og gormur. Dýrið er líka prýtt síðu faxi undir hálsinum, það er með vangaskegg og langa rófu. Þessa lýsingu telur Thenius eiga ótrúlega vel við skrúfugeit, sem nú er nærri því útdauð, en lifði áður í Pakistan og hann er nú þeirrar skoðunar að þessi dularfulli einhyrningur hafi einfaldlega verið skrúfugeit, Þetta einstaka klifurdýr er með undin horn. Reyndar er geitin með tvö horn en ekki eitt eins og einhyrningurinn á að vera með, en Theníus bendir á að oftast hafi dýr verið teiknuð frá hlið á miðöldum og þess vegna sést bara eitt horn.
Þetta skyldi þó ekki vera rétt?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
blogg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.